Allsber við þrifin heima hjá öðrum

Nikki Belton (34) er eigandi þrifafyrirtækis í Englandi og segir hún að brjálað hafi verið að gera hjá henni seinustu vikur. Hún segir að fleiri og fleiri vilji borga fyrir að fá nakta eða lítið klædda manneskju til að þrífa heima hjá sér.

Fyrirtækið tók til starfa í byrjun árs 2020 en varð að loka vegna kórónaveirunnar þegar faraldurinn stóð sem hæst í Englandi. Fyrirtækið, sem ber nafnið The Naked Cleaning Company, hefur verið opnað á ný og tekur að sér að ryksuga, þurrka af og skúra.

Það kostar rúmlega 13 þúsund krónur á klukkustund að fá manneskju heim til að þrífa ber að ofan eða á nærfötum. Ef manneskjan á að vera nakin kostar það um 17 þúsund krónur á klukkustund. Það er ekki ódýrt en mörgum finnst það peninganna virði. Allir starfsmenn þurfa að vera með hanska og grímu við vinnu sína og

SHARE