Nýjasti sigurvegari Biggest Loser í Ameríku hefur hlotið mikla gagnrýni í fjölmiðlum síðustu daga. Fjölmiðlar hið vestra vilja meina að hin 24 ára Rachel Fredrickson hafi gengið of langt í baráttu sinni við auka kílóin.

Þegar tökur á þáttaröðinni hófust vóg Rachel um 118 kíló en í gegnum þættina missti stúlkan 70,3 kíló og vann hún þessa seríu af Biggest Loser með því að missa 59,6 prósent af upphaflegri þyngd.
Rachel er 165 sentimetrar á hæð en í dag vegur hún ekki nema 47,6 kíló og samkvæmt alþjóðlegum þyndgarstuðlum flokkast hún í undirþyngd.

Rachel þvertekur fyrir allar þær sögusagnir um að hún sé orðin of grönn.
Í gegnum þáttaröðinu var hún undir handleiðslu lækna og þjálfara. Hún segist hafa náð þessum árangri með því að borða fimm máltíðir eða í kringum 1600 kaloríur á dag ásamt því að hreyfa sig mjög mikið.
Sjálf segir hún að henni hafi aldrei liðið betur og að lífið verði bara betra þar sem hún sé aftur búin að ná tökum á því.

SHARE