Appelsínudraumar

Appelsínudraumar

U.þ.b. 50 st.

100 gr smjör, við stofuhita
1 dl matarolía (með litlu bragði, ekki ólívuolía t.d.).
2,5 dl sykur
1 tsk vanillusykur
2,5 dl hveiti
1 dl kartöflumjöl
2 tsk lyftiduft (eða 1 tsk hjartarsalt)
Börkur af 1,5 appelsínu.

Aðferð

Ofninn stilltur á 175°c.

Smjör, olía og sykur þeytt saman þar til ljóst og létt. Öðrum hráefnum bætt út í og allt hrært saman með sleif.

Búið til litlar kúlur úr deiginu og leggið á ofnplötur sem búið er að klæða með bökunarpappír. Passið að setja ekki of þétt saman, kökurna fletjast út í ofninu.

Bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 12 mínútur.

SHARE