Stórsöngkonurnar Lady Gaga og Ariana Grande hafa gefið út sitt fyrsta lag saman. Lady Gaga hefur látið hafa það eftir sér að þær eigi núorðið mjög fallega vináttu og Ariana hafi verið mjög ákveðin í því að verða vinkona hennar.

Ariana hefur tvítað mikið um vinskap þeirra að undanförnu og skrifaði meðal annars: „Einu sinni… hitti ég konu sem þekkt sársauka á sama hátt og ég… sem grét jafn mikið og ég, drakk jafn mikið vín, borðaði jafn mikið pasta og ég og var með hjarta sem var stærra en líkami hennar. Mér leið umsvifalaust eins og hún væri systir mín.“

SHARE