Barbiedúkkan hefur verið til í 56 ár núna og tók ein áhugamanneskja sig til og safnaði andlitsmyndum af dúkkunum fyrir hvert ár fyrir sig.
Sjá einnig: Franskt par er með Barbie og Ken á heilanum
Hönnuður dúkkunnar heitir Ruth Handler og stofnaði hún fyrirtækið Mattel Creations með eiginmanni sínum, Elliot Handler, árið 1945. En 15 árum síðar kom fyrsta Barbie dúkkan til sögunnar.
Ruth fékk hugmyndina af dúkkunni þegar hún sá dóttur sína, Barbara, leika sér með dúkkulísur og dáðist að því hveru gaman hún hafði af því að klæða dúkkulísurnar í tískuklæðnað. Nú er ferilskrá Barbiedúkkunnar orðin þykkari en símaskrá, enda hefur þessi dúkka verið vinsæl frá því að framleiðslan hófst fyrir 56 árum síðan.
Sjá einnig: Socalitybarbie – Dúkkan sem hæðist að Instagram
Sjá einnig: „Venjuleg Barbie“ með slitför, bólur og appelsínuhúð á markað
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.