Beckham-hjónin eru strangir foreldrar

Brooklyn Beckham, elsti sonur David og Victoria Beckham, sagði nýlega frá því í viðtali við tímaritið Vogue að hann ætti ansi stranga foreldra. Svo virðist sem foreldrar hans banni honum, og systkinum hans, að spila fótbolta innandyra og fari fram á það hann sé ekki of lengi úti á kvöldin.

Sjá einnig: Sonur David Beckham: Fær ekki frið fyrir æstum aðdáendum

Þau eru þrátt fyrir allt ótrúlega svöl. Ég virði alltaf þær reglur sem þau setja mér og er hvort eð er lítið fyrir það að vera lengi úti á kvöldin.

Victoria talaði um það í viðtali fyrir ekki svo löngu að hún héldi uppi ákveðnum aga á heimili sínu.

Ég vil að börnin mín kunni mannasiði. En það er ekki þar með sagt að ég leyfi þeim ekki að skemmta sér og þau hlýða mér svo sannarlega ekki alltaf.

0B821F6C00000514-3243023-image-a-38_1442831354908

Sjá einnig:  Brooklyn Beckham á leiðinni til Hollywood?

000BD8251000044C-3243023-image-a-36_1442831332077

 

SHARE