Beyoncé deilir mynd af sjaldgæfu augnabliki

Beyoncé deildi mynd af sjálfri sér, með foreldrum sínum, þeim Tinu (69) og Mathew Knowles (71) á samfélagsmiðlum. Á myndinni kyssa þau Beyoncé á sitthvorn vangann en þau hafa verið skilin síðan árið 2011.

Beyoncé fagnaði 42 ára afmæli sínu þann 4. september og gerði það með foreldrum sínum og eiginmanni, Jay-Z.

Beyoncé deildi líka þessar mynd af þeim hjónunum þar sem þau brosa sínu breiðasta og fyrir aftan þau má sjá „Happy Bday“.

Kakan sem Beyoncé fékk á afmælisdaginn var ekkert smá flott og má sjá Jay-Z þarna fyrir aftan, en hann er greinilega stærsti aðdáandi eiginkonu sinnar og klæðist bol með mynd af henni á.

Tina og Mathew Knowles giftu sig árið 1980 en skildu svo, sem fyrr segir, árið 2011. Þau eiga líka dótturina Solange (37) saman.

SHARE