Bláberja muffins með „crunchy“ topp

Þessi æðislega uppskrift kemur úr safni Matarlystar. Njótið vel!

Bláberja muffins með „crunchy“ topp

8 dl hveiti
3 dl sykur
1 tsk salt
4 tsk lyftiduft 
1 1/2 dl olía Iiso4 er fín 
2 egg
3 1/2 dl mjólk jafnvel örlítið meir
5 dl fersk bláber

Aðferð

Hitið ofninn í 200 gráður og blástur.
Blandið saman í skál mjólk, olíu og eggjum pískið saman.
Blandið þurrefnum saman, hellið vökvanum saman við hrærið saman með sleif. 
Að lokum bætið þið bláberjum út í blandið varlega saman við.
Sett í 24 muffinsform 

Crunchy toppur

2 1/2 dl sykur 
1 1/2 dl hveiti
1 1/4 dl smjör við stofuhita 
3 tsk kanill

Setjið allt í eina skál, blandið saman með höndum.
Klípið af deiginu smá bita og setjið yfir hverja muffinsköku hér og þar.

Bakið við 200 gráður í u.þ.b 20-25 mín.

SHARE