Misjafnar sögur ganga á internetinu um heilsu Bobbi Kristina, en þann 31. janúar síðastliðinn fannst hún meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu. Bobbi, sem er einkadóttir Whitney Houston heitinnar, hefur ekki komist til meðvitundar síðan.

Strax í upphafi var talað um að það yrði kraftaverk ef hún myndi vakna en fjölskylda hennar bindur enn vonir við að Bobbi Kristina komist til meðvitundar.

Mikið er búið að ræða um það í fjölmiðlum að fjölskyldan þurfi að taka þá erfiðu ákvörðun um hvort eða hvenær það eigi að slökkva á öndunarvél Bobbi, en í gær bárust fregnir af því að líffæri Bobbi séu byrjuð að gefa sig og því eigi stúlkan ekki langt eftir.

Bobby Brown, faðir Bobbi, heldur þó enn í vonina og ætlar hann ekki taka Bobbi úr öndunarvél þrátt fyrir að aðrir fjölskyldumeðlimir séu ósáttir með þá ákvörðun hans.

Tengdar greinar:

Óútskýrðir áverkar benda til að Bobbi Christina hafi verið beitt ofbeldi

Dóttir Whitney Houston: Fær sama dánardag og móðir hennar

Oprah Winfrey tjáir sig um dóttur Whitney Houston: ,,Það eru engin orð“

 

 

SHARE