Bobby Brown (46) tilkynnti það á tónleikum laugardagskvöld að dóttir hans væri vöknuð, en eins og lesendur Hún.is hafa lesið hér á síðunni er Bobbi búin að vera í dái í þrjá mánuði. Hún fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu en hún hefur átt við eiturlyfjavanda að stríða í nokkur ár.

Sjá einnig: Bobbi Brown haldið sofandi í 6 vikur

Bobby var sérstakur gestur á tónleikum á laugardaginn og sagði:

„Bobbi er vakandi, hún er að fylgjast með mér.“

Sjá einnig: Bobbi Kristina Brown: Líffærin eru farin að gefa sig og útlitið ekki bjart

Þessi fullyrðing Bobby hefur ekki fengið staðfest en fjölskyldumeðlimur, sem People, hafði samband við sagði: „Ég veit ekki betur en að ástandið sé óbreytt. Við vonum bara og biðjum til guðs að það verði kraftaverk.“

 

Þegar Bobbi kom á spítalann var henni haldið sofandi og þegar reynt hefur verið að vekja hana hefur hún fengið mjög alvarleg flog en hún dvelur nú á heilsustofnun í Georgia.

 

 

 

SHARE