„Þar til dauðinn aðskilur okkur“ eru ekki innantóm orð í huga Brad Pitt. Hann hefur ekki í hyggju að gifta sig aftur: „Brad er mjög íhaldssamur og þegar hann ákvað að kvænast Angelina var það af því að hann vildi vera með henni það sem eftir er,“ segir heimildarmaður HollywoodLife.

 

Sjá einnig: Brad Pitt er í rusli eftir skilnaðinn

„Nú þegar hjónabandi þeirra er lokið þá er hann staðráðinn í að fara ekki í annað samband. Það sem hann hélt að myndi vera að eilífu er búið og hann vill ekki verða aftur fyrir svona hjartasári,“ segir þessi heimildarmaður.

 

Það virðist sem Brad sé mjög niðurdreginn og sár þessa dagana og heimildarmaðurinn segir að þetta verði honum erfiðara með hverjum deginum. Hann hefur leitað mikið til móður sinnar til að komast í gegnum dagana og það seinasta sem hann getur hugsað sér er að lenda í annarri ástarsorg.

 

 

 

SHARE