Hinn bráðmyndarlegi, 38 ára gamli leikari Bradley Cooper býr með móður sinni samkvæmt viðtali í tímaritinu Details.

Hann segist hafa flutt inn til mömmu sinnar árið 2011 þegar faðir hans lést eftir langa baráttu við krabbamein: „Verum raunsæ, þetta er örugglega ekki auðvelt fyrir hana, að búa með syni sínum. Svona er lífið. Staðan er bara svona í dag, tveimur árum eftir andlát föður míns, að við búum enn saman,“ segir Bradley um þessar óvenjulegu sambúð.

Bradley segir líka að fjölskyldan hans sé öll mjög náin og andlát föður hans hafi verið ofsalega erfitt og sjokkið eftir að hann lést sé enn ekki búið. „Við þurfum á hvort öðru að halda. Ekki misskilja mig, þetta getur oft verið erfitt. Við erum bara í herbergjum hlið við hlið en það sem bjargar þessu er að mamma mín er svöl pía. Við getum hangið saman og gert hluti saman.“

Bradley segir að andlát föður hans hafi haft mikil áhrif á hvernig hann lifi lífinu. Hann hafi gert sér grein fyrir því að allir eru dauðlegir og það hafi hjálpað honum að taka sjálfan sig ekki of alvarlega. cooper16f-3-web

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here