Hin 41 árs gamla Cameron Diaz er í dúndur formi þessa dagana, en hún er þekkt fyrir stæltan líkama sinn sem fær einmitt að njóta sín mikið í kvikmyndinni The Other Woman.

Cameron Diaz og tónlistarmaður Benji Madden hafa nýlega opinberað ástarsamband þeirra en þau eyddu síðustu helgi í Flórída þar sem þau fögnuðu þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna og nutu sín á ströndinni.
Nýlega lýsti Benji því yfir í útvarpsviðtali að hann væri heppinn að fá að vera með Cameron. Þau hafa þekkst alveg frá því Cameron átti í ástarsambandi við Justin Timberlake.

Þrátt fyrir endalausar slúðurfregnir um það að Cameron gangi með barni þá hefur leikkonan nú þaggað niður í öllum þeim orðrómum og gefið það út að það sé ekki í kortunum hjá henni að eignast börn. Hún segir það of mikla ábyrgð sem hún kjósi að sleppa.

article-0-1F6F975300000578-733_634x702

article-0-1F6F977C00000578-473_306x958

article-0-1F6F981500000578-953_306x958

 

SHARE