Cara Delevingne: „Ég er loksins frjáls“

Cara Delevingne hefur opnað sig um edrúmennsku sína og segir meðal annars að edrúmennskan hafi verið hverrar sekúndu virði. Cara sagði í viðtali við Elle UK að hún sé miklu stöðugri og rólegri en hún fór í meðferð á seinasta ári, rétt eftir að myndir af henni á flugvelli fóru út um allt á netinu, þar sem hún þótti útúr heiminum vegna vímu.

„Þetta hefur ekki verið auðvelt og það komu augnablik þar sem ég hef haldið að þetta væri ekki þess virði. En ég veit betur í dag og veit að þetta er það besta fyrir mig,“ sagði Cara.

Fyrirsætan segir að þungu fargi sé af henni lyft eftir að hún vann í draugum fortíðarinnar. „Mér fannst ég alltaf verið að fela margt fyrir fólkinu í kringum mig og fyrir þeim sem líta upp til mín. Mér líður loksins eins og ég sé frjáls og ég sjálf, algjörlega ég sjálf.“

SHARE