Maður nokkur sem kallar sig IDIFTLSRSLY í netheimum, sagði á dögunum frá því á spjallborði EVE að CCP hefði sent Interpol heim til hans kl hálffimm að nóttu. Hann skrifaði:
Hæ öll sömul. Ég er að skrifa ykkur til að segja ykkur að lögreglan var að vekja mig (kl hérna 4:30) og þeir spurðu mig hvort ég spilaði leikinn EVE á netinu. CCP games hafði þá samband við Interpol (ég bý í Kanada) en Interpol hafði þá samband við kanadísku lögregluna, sem svo sendi 2 lögreglumenn heim til mín.
Ástæðan fyrir því var, að ég skrifaði á spjallborð í leiknum að ég ætlaði að skjóta mig í hausinn af því hafði beðið ósigur í honum. Ég og annar leikmaður fórum svo eitthvað að fíflast meira með þetta en það endaði allavega með því að löggan kom og þeir spurðu mig hvort ég hefði verið að segjast ætla að fyrirfara mér í tölvuleiknum. Einnig spurðu þeir hvort að ég hefði einhverju sögu um það að skaða mig og hvort ég væri með skotvopn í húsinu (ég svaraði hvoru tveggja neitandi) Hef ég lært mína lexíu? Maður verður að passa hvað maður segir í tölvuleik sem er spilaður á netinu. Jafnvel þó þú sért að tala við einhvern ákveðinn þá getur einhver tekið það úr samhengi og blandað Interpol í málið.
Hvaða alþjóðlega sjálfmorðslista ætli ég hafi óvart lent á?
Fyrir neðan skrifaði svo einstaklingur fyrir hönd CCP eins og sést hér fyrir neðan: