Chris Martin, söngvari hljómsveitarinnar Coldplay, segir frá því í einlægu viðtali við Sunday Times að hann hafi glímt við bæði depurð og þunglyndi eftir að hjónabandi hans og leikkonunnar Gwyneth Paltrow lauk. Paltrow og Martin voru gift í tíu ár og eiga saman tvö börn. Á tímabili var ástandið svo slæmt að aðrir meðlimir Coldplay höfðu verulegar áhyggjur af honum.
Það höfðu allir áhyggjur af Chris – við í hljómsveitinni, fjölskylda hans og vinir. Hann var mjög langt niðri og stundum óttuðumst við um að hann gæti skaðað sjálfan sig – það tímabil stóð ekki lengi yfir en við pössuðum vel upp á að hann væri ekki mikið einn.
Chris segist vera á betri stað í dag en auðvitað komi ennþá erfiðir dagar.
Það koma dagar þar sem ég vakna niðurdreginn en ég kann orðið að takast á við slíka daga og snúa þeim við. Ég hef átt erfiða tíma og skilnaður okkar er kannski ekkert sérstaklega hefðbundinn – þar sem við hittumst mjög reglulega barnanna vegna og förum ennþá saman í frí sem fjölskylda.
Sjá einnig: Jennifer Lawrence & Chris Martin fóru huldu höfði í Los Angeles