Coco Austin var gagnrýnd harðlega fyrir að birta þessa mynd

Coco Austin hefur birt margar myndir af sér afar fáklæddri í gegnum tíðina, en þegar Coco birti í gær mynd af sér gefa barninu sínu brjóst hlaut hún það mikla gagnrýni að hún tók myndina út af Instagram síðunni sinni.

Sjá einnig: Coco eignaðist stúlku þremur vikum fyrir tímann

Á myndinni sést Coco gefa dóttir sinni Chanel Nicole brjóst í aðeins erfiðari aðstæðum en vanalega. Það sést nánast ekki neitt í brjóstin á Coco en yfirleitt eru brjóstin á Coco miðpunktur athyglinnar þar sem hún klæðist mikið flegnum fatnaði.

Sjá einnig: Coco sýnir föngulegan vöxtinn á meðgöngunni

Glamúr fyrirsætan vill koma af stað herðferð þar sem hún vill fá allar mæður til að deila myndum af öllu því brjálaða sem þær gera fyrir börnin sín.

Erlendar slúðursíður hafa fjallað um myndina en nokkrar síður hafa rætt þessa mynd eins og um hneyksli sé að ræða.


coco-breastfeeding

 

Myndirnar hér fyrir neðan eru leyfðar á samfélagsmiðlum.

 

Screen Shot 2016-01-23 at 11.52.53

Screen Shot 2016-01-23 at 11.52.12

SHARE