Coco er engri lík – Sílikon í hundana sína? – Myndir

Hin íturvaxna Coco Austin er með raunveruleikaþátt á E! og þar er fylgst með henni dagsdaglega. Í nýlegum þætti hennar íhugar hún að fara með hundana sína, þá Spartacus og Maximus, og láta gelda þá, fjarlægja eistun þeirra. Þeir höfðu víst verið með einhver ólæti í hundapössuninni.

Henni finnst hinsvegar skelfileg tilhugsun að svipta þá svona „karlmennskunni“ svo hún fer og ræðir við dýralækni um þetta og hann sýnir henni sílikoneistu sem heita „Neuticles“ og eru fyrir gelda hunda og hjálpar þeim að halda uppi „sjálfstraustinu og hinu náttúrulega útliti.“

Hún hætti þó við eftir að hafa átt samtal við manninn sinn Ice-T en hann sagði við hana:

Þú ert klikkuð en ég elska þig samt, af því þú ert ekki klikkuð á glæpsamlegan hátt. Þú ert klikkuð á furðulegan og saklausan hátt en ef þú ætlar að gelda hundana mína þá ertu að fara yfir strikið.

 


SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here