Fjölmiðillinn Daily Mail lagðist á lágt plan á laugardaginn þegar þeir birtu grein um Jennifer Aniston þar sem ýjað var að því að hún væri orðin feit, eftir að myndir birtust af henni við tökur á nýrri bíómynd.

Hin 46 ára gamla leikkona er nýkomin úr brúðkaupsferð á Bora Bora en hún og eiginmaður hennar, Justin Theroux, fóru í rómantíska ferð eftir að hafa gift sig í laumi nú fyrir stuttu.

Sjá einnig: Jennifer Aniston er brjálæðislega hamingjusöm

Daily Mail hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir fréttina og þá sérstaklega fyrirsögnina þar sem fjölmiðillinn spyr hvort leikkonan hafi borðað of mikið í brúðkaupsferðinni.

Fjölmiðillinn Huffington Post gagnrýnir Daily Mail harðlega fyrir þessa frétt og segja að hún sé ógeðsleg og ýti á veika bletti hjá fólki með átraskanir.

Sjá einnig: Stunduðu líkamsrækt af fullum krafti í brúðkaupsferðinni

Jennifer Aniston lítur glæsilega út en Daily Mail fannst æfingafötin sem hún klæddist þegar myndir náðust af henni gera lítið sem ekkert til að fela aukakílóin hennar.

2BE42D9400000578-3219150-image-a-35_1441159252934

2BE42E2400000578-3219150-image-a-34_1441159245824

2BE42E2C00000578-3219150-image-a-33_1441159240906

2BE42DA800000578-3219150-image-a-37_1441159291837

 

SHARE