Katy Perry opnaði sig heldur betur hjá Jimmy Kimmel Live á mánudag, þegar hún sagði frá fæðingu dóttur sinnar og því sem henni fylgdi.

Katy talaði um nokkra hluti sem nýbakaðar mæður eru alls ekki að deila á Instagram. Hún talaði um bleiuskiptingar, svefnlausu næturnar og þá staðreynd að 40 vikur séu meira en 9 mánuðir.

Sjá einnig: Fæðingarmyndir – Ekki fyrir viðkvæma

„Það segir enginn frá því á samfélagsmiðlum að fyrstu 6 vikurnar eftir fæðingu eru eins og rússíbani. Guð minn góður hvað þetta var klikkað!“ sagði Katy. Þegar Katy fæddi barnið sitt var ný plata að koma út hjá henni og í stað hins venjulega útgáfupartýs var verið að fagna nýju lífi.

„Í þetta skipti var ég að koma stærstu gjöfinni í heiminn og daginn eftir kom platan út. Þá var ég á spítala og gat ekki einu sinni skeint mig,“ sagði Katy.

Það gleður okkur að sjá hvað Katy er opin og einlæg varðandi fæðinguna og það sem kemur á eftir. Hún birti meira að segja þessa mynd af sér nokkrum dögum eftir fæðinguna, en hún segir meira en 1000 orð.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here