Jói var fjölfatlaður einstaklingur, með kræklóttan líkama og króníska sjúkdóma, sem voru hægt að draga hann til dauða, samt sem áður, reyndu foreldrar hans að gefa honum eðlilegt líf og sendu hann í Barnaskóla bæjarins, en….. þegar Jói var 12 ára, var hann enn í öðrum bekk og virtist vera ómóttækilegur fyrir námi og Erna kennslukona var að missa þolinmæðina vegna hans og yfirleytt pirraði Jói hana.
Dag einn bað hún foreldra hans að koma til fundar við sig og sagði við þau, að Jói ætti að vera í sérskóla fyrir Sunnan, móðir Jóa brast í grát en faðir Jóa sagði við kennslukonuna, það er enginn sérskóli hér í nágrenninu og við vitum að Jóa líður vel hér.
Kennslukonan sat þögul um stund og horfði út um gluggann, hún fann til með foreldrum Jóa, þar sem hann var einkabarn þeirra, samt sem áður truflaði Jói kennslu annarra nemenda í bekknum, þar sem allskonar hljóð komu frá honum og hann var slefandi fram á borðið meira og minna og hann kunni ekki enn að skrifa og hann myndi ALDREI læra að skrifa. Erna sagði því næst við sjálfa sig;”Guð minn góður, hér sit ég og kvarta, en vandamál mín með Jóa í samanburði við foreldra hans eru engin, Góður Guð gef mér þolinmæði til að takást á við þetta “.
Frá og með þessum degi og þessari bæn, reyndi hún eftir bestu getu, að horfa framhjá hljóðunum og hreyfingum, að ekki sé talað um slefið í Jóa, einn dag gekk Jói, dragandi annann fótinn á eftir sér að kennaraborðinu og sagði við kennslukonuna með sínu drafandi tali eins og drukkinn maður, “ég elska þig kennslukona”. Krakkarnir sprungu af hlátri, en Erna kennslukona varð eldrjóð í framan, en sagð samt “ Þetta var fallega sagt Jói minn “.
Vorið kom að það leið að páskum. Erna sagði þeim söguna um Krossfestingu og upprisu Krists og hún lét nemendurna fá tómt plastegg í líkingu við páskaegg og sagði þeim að fara með eggin heim og koma með þau daginn eftir, fyllt af einhverri lífsspeki, um Páskahátíðina. Skiljið þið krakkar?, Já fröken sögðu öll börnin, nema Jói, hann hlustaði einbeittur og horfði beint á Ernu.
Morguninn eftir komu börnin 19 í skólann og settu egg sín í körfu á borð Ernu, í fyrsta egginu fann hún blóm og sagði “ójá blóm er merki nýs lífs og þegar blóm fara að sjást, þá er komið vor í næsta eggi var plastfiðrildi og hún sagði við vitum öll að lirfur breytast í fiðrildi og er það merki lífs, því næst opnaði hún eitt egg enn, það var tómt og hún greip andann á lofti og setti eggið til hliðar, en þá sagði Jói;” Fröken Erna, ætlar þú ekkert að tala um mitt egg?” Erna sagði vandræðalega “Jú en Jói, eggið þitt er tómt” Jói horfði beint í augu hennar og sagði “ gröf Krists var einnig tóm” Tíminn nánast stöðvaðist í kennslustofunni og mátti heyra saumnál detta, en þegar Erna fékk málið aftur, spurði hún “ Veist þú að gröfin var tóm ?” Já svaraði “Já Jesú var deyddur á krossi, en Guð reisti hann upp” við þessi orð Jóa hringdi bjallann og börnin ruku út, eftir sat Erna kennslukona og kuldinn innra með henni til Jóa hafði þiðnað algerlega.
Þrem mánuðum seinna stóðu 18 börn og Erna við kistu Jóa og settu 19 tóm páskaegg ofan á kistuna og var það hinsta kveðja þeirra til Jóa.
Saga þessi er fegurð, dreifðu henni ef að hún kemur við þig.
Þýtt og endursagt af Sigurjóni Símonarsyni