Hin sjötuga kántrýsöngkona Dolly Parton kom nýlega fram á Hallmark sjónvarpsstöðinni Home&Family. Þar tjáði hún sig meðal annars um hárið sitt sem er eitt af kennmierkjum söngkonunnar góðkunnu.
„Hér áður fyrr túberaði ég sjálf hárið á mér eins mikið og ég gat. Ég lét aflita hárið og allt svoleiðis og þá brotnaði það bara af. Þá fór ég að hugsa af hverju ég væri að leggja allt þetta á mig? Af hverju fer ég ekki bara að vera með hárkollur. Þannig mun ég aldrei eiga slæman dag með hárið á mér. Ég get verið með mjög stórt hár, en aldrei ljótt hár,“ segir þessi skemmtilega söngkona.
Dolly sagði líka frá því í þessum þætti að maðurinn hennar gerði oft grín að hárinu hennar og kalli hana gjarnan „eyrnapinna“.
Birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans.