Aðdáendur raunveruleikastjörnunnar Kylie Jenner, sem keypt hafa aðgang að heimasíðu hennar og glænýju smáforriti, fá meira en nóg fyrir peninginn. Þar fá aðdáendurnir ómetanlega innsýn í líf raunveruleikastjörnunnar, eins nýtir Kylie miðlana til þess að kenna aðdáendum sínum hitt og þetta og leiðrétta allskonar orðróma sem hafa verið á kreiki í tengslum við útlit hennar.

Sjá einnig: Kylie Jenner: ,,Brjóstin á mér eru ekta“

Kylie fann sig nýlega knúna til þess að leiðrétta þann misskilning að hún væri með sílikonfyllingar í rassinum, en hún sýndi aðdáendum sínum hvernig aðhaldsbuxur hún notar. Buxur sem hafa þann eiginleika að lyfta rassinum upp og halda honum á sínum stað – hvað sem það nú þýðir.

unnamed

Svona buxur fást í Target – allar líkur eru þó á því að þær séu löngu uppseldar.

SHARE