Leikstjórinn Sofia Coppola skrifaði undir samning um að leikstýra endurgerð af Litlu hafmeyjunni en þessi bíómynd verður ekki teiknimynd.
Bíómyndin verður sett í nútímalegri búning og verða fræg lög úr fyrri myndinni líkt og Kiss The Girl ekki í væntanlegri endurgerð af þessari klassísku Disney mynd.
Ráðning Sofiu Coppola sem leikstjóra er fyrsta skrefið í undirbúningi að myndinni en næsta skref er að velja leikara. Leikkonan Emma Watson hefur verið orðuð við hlutverk Ariel en þær fréttir hafa ekki verið staðfestar.

Fyrir ykkur sem munið ekki eftir upphaflegu myndinni þá er hér smá stikla.

SHARE