Er að leita að íslenskum hálfbróður sínum

Jessica Decap er að leita að íslenskum hálfbróður sínum og við ætlum að biðja okkar lesendur að deila þessu áfram. 

Komið sæl,

Ég er að leita að hálfbróður mínum, íslenskum.

Hann ætti að vera 45 ára gamall og á móður sem heitir eitthvað sem hljómar svipað og Gugga, en ég er engan veginn viss. Hún vann á Póstinum í Reykjavík, 1968.
Faðir minn heitir Jean-Claude Decap. Hann er franskur og kemur frá Bagnères de Bigorre. Hann var 25 ára þegar þetta gerðist og vann fyrir Rafmagnsveituna, við uppsetningar á rafmagnsstaurum.
Honum barst skeyti um fæðingu sonar síns árið 1968, en gekkst aldrei við honum.

Ef einhver gæti hjálpað mér til að hafa upp á þessum hálfbróður mínum, yrði ég mjög þakklát.

Með bestu kveðjum,
Jessica Decap, s. +33 6 63 96 30 81.

SHARE