Er Courtney Love að nota Kim Kardashian?

Í desember greindu helstu slúðurmiðlar frá því að Kim Kardashian (35) og rokksöngkonan Courtney Love (51) væru orðnar miklar vinkonur. Því hefur þó verið haldið fram að Courtney ætli sér eingöngu að nýta Kim sér til framdráttar, en von er á fatalínu frá söngkonunni. Ef svo er þá var Courtney ekki lengi að takast ætlunarverkið af því Kim hefur nú fallist á að koma fatalínu Courtney á framfæri í gegnum tölvuleik sinn og á heimasíðu sinni.

Sjá einnig: Borgaði rúmlega milljón fyrir rass eins og Kim Kardashian

Heimildarmaður Mirror Online segir:

Courtney veit vel að ef Kim kemur nálægt því að kynna fatalínuna hennar þá munu fötin svoleiðis mokseljast.

Kim-Kardashian-West-and-Kourtney-Love-on-Twitter

SHARE