Er hin 2 ára gamla North West með hárlengingar?

Kardashian-systurnar eru allar saman á skíðaferðalagi þessa dagana en frægustu systur í heimi taka sér þó aldrei frí frá helstu samfélagsmiðlum. Kim olli talsverðum usla á meðal fylgjenda sinna á Snapchat á dögunum þegar hún birti mynd af North dóttur sinni með talsvert síðara hár en venjulega.

Sjá einnig: Kim Kardashian er langt frá því að vera stödd á Íslandi

north-west-braids6

Myndir af North sem teknar voru fyrir stuttu.

north-west-braids0main

Mynd úr skíðaferðalaginu.

Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort Kim sé búin að láta setja hárlengingar í 2 ára gamalt barn en líklegast er samt að það hafi einfaldlega verið sett aukahár í flétturnar. Hvort sem það telst nú eðlilegt eða ekki.

SHARE