Fregnir herma að hin nýgiftu Jennifer Aniston og Justin Theroux séu að skilja. Vefmiðillinn Hollywood Life greinir frá því að Aniston og Theroux hafi gert fátt annað en að rífast í brúðkaupsferð sinni og við heimkomu hafi allt verið komið í bál og brand. Það eru rétt rúmlega 20 dagar síðan parið gekk í það heilaga, brúðkaupinu var haldið leyndu og aðeins þeirra allra nánustu voru viðstaddir.
Sjá einnig: Matthew Perry & Matt LeBlanc ekki boðið í brúðkaup Jennifer Aniston
Samkvæmt heimildarmanni Hollywood Life batt Jennifer vonir við að Justin myndi læra að forgangsraða við það að ganga í hjónaband. Og að hún yrði í forgangi hjá honum. En svo virðist ekki vera raunin og ætlar leikkonan ekki að láta það viðgangast.
Jennifer og Justin eru í ,,pásu” um óákveðinn tíma. Jennifer finnst hún hafa verið svikin og getur ekki haldið áfram að gera sér upp hamingju.