Ert þú á þessum myndum af djamminu 2001-2003?

Undanfarna daga hefur fólk verið að skemmta sér yfir gömlum myndum af næturlífi Íslendinga. Fólk hefur ýmist séð myndir af sér eða vinum sínum og auðvitað er tilvalið að hrekkja vini og kunningja smá með því að “merkja” þá á gömlum myndum. Hvar finnur fólk þessar myndir?
Jú, á Facebook síðu undir nafninu geiri.net má finna allskyns myndir af íslensku næturlífi aðallega frá árunum 2001-2003. Geiri.net var síða sem árið 2001 byrjaði að birta myndir af íslendingum á djamminu. Myndirnar eru aðallega teknar á skemmtistöðum eins og gamla Sólon, Prikinu og stöðum þar í kring, seinni myndirnar eru svo margar hverjar teknar á Vegamótum og Celtic Cross.

Geiri ákvað að vekja síðuna aftur til lífsins í gegnum Facebook og er duglegur við að setja inn nýjar myndir. Síðuna getur þú nálgast hér.

Hér eru nokkrar skemmtilegar myndir af síðunni. Ef þú kíkir vel getur þú séð þjóðþekkta einstaklinga á borð við Pál Óskar, Blaz Roca & Dj Sóley Kristjáns á myndunum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here