Ertu áhugalaus um kynlíf ?

Hvað veldur lítilli kynhvöt?

Skortur á kynhvöt getur verið líkamleg, sálræn eða vegna samskipta erfileika.
Ef þú kemst að því að þú ert með minni kynhvöt en venjulega og oftar sem þú hefur ekki áhuga á kynlífi þá er gott að athuga hvað veldur því.
Eins og flestir vita þá er karlhormónið testosterón í blóði karla og kvenna sem stjórnar lönguninni til að hafa kynmök einnig getur of lítið magn testosteróns valdið litlum eða engum áhuga á kynlífi en slíkt er mjög fátítt en hægt að lækna með lyfjagjöf.
Því er líklegra að það séu aðrir þættir sem valda vandamálinu og betra að kanna það fyrst.

Líkamlegar orsakir
Mikil áfengisdrykkja
Hormón í ójafnvægi
Lyfjameðferð (eða ólögleg fíkniefni)
Sjúkdómar svo sem (Blóðleysi, krabbamein, sykursýki, hár blóðþrýstingur og önnur vandamál)
Verkir í kynlífi

Sálrænar orsakir
Kvíði
Slæmar minningar úr æsku
Steita
Kynferðisleg misnotkun
Þunglyndi
Léleg sjálfsmynd

Erfileikar í sambandi
Framhjáhald
Léleg samskipti
Ástin úr sambandinu farin

Kynlíf er dásamlegt ef við njótum þess í botn og því ekkert til að skammast sín fyrir og leita sér svara við því með að hafa samband við ráðgjafa, sálfræðing eða jafnvel heimilislæknis sem getur bent þér áfram.
Við erum öll kynverur en því miður þá er oft eitthvað sem stendur í vegi fyrir því að við getum notið þess.

Eins og gengur og gerist gjarnan í samböndum fær fólk leið á kynlífinu ef það er nær alltaf eins. Þó svo að makinn sem hefur ekki næga löngun ,,þykist‘‘ vera til í leikinn þá finnur hinn aðilinn það yfirleitt og kemur honum úr stuði og kynlífið verður ömurlegt.
Kynlíf í allflestum samböndum skiptir miklu máli og því um að gera að vinna saman svo þið bæði njótið.

Til að byrja með allra fyrst!
Talaðu við maka þinn eða bólfélaga og láttu vita hvað þú villt í svefnherberginu.
Stundaðu hreyfingu og borðaðu hollt fæði
Dragðu úr streitu í lífinu

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here