„Erum ekki slæmir foreldrar“

Hin 28 ára gamla Frances og Chris (40) segjast vera dæmd af fólkinu í kringum sig af því þau velja að gangast reglulega undir fegrunaraðgerðir. Þau búa í Leicester í Englandi og eiga 19 mánaða gamla dóttur, Kendall.

Sjá einnig: Lætur konur ELSKA gráu hárin sín

Frances hefur nú þegar eytt 30.000 pundum, eða 5,3 milljónum, í lýtaaðgerðir og hefur meðal annars farið í þrjár nefaðgerðir. Hún á bókaða fjórðu aðgerðina á næsta ári í Tyrklandi og á planaða brjóstastækkun í Úkraínu. Hún heldur úti OnlyFans síðu sem gengur vel og segir: „Þetta er krefjandi og mikil vinna. Ég verð að fara í lýtaaðgerðir til að aðdáendurnir haldi áfram að hafa áhuga á mér. Ég er 28 ára svo náttúran vinnur gegn mér.“

SHARE