Fæddist með hvítar “strípur”

Þessi litla stelpa fæddist með þessar einstöku hvítu “strípur” í hárinu. Hún heitir Mayah Aziz og kom læknum og hjúkrunarfræðingunum skemmtilega á óvart þegar hún kom í heiminn. En hún kom móðir sinni Talyta ekki á óvart þar sem þessi einkenni eru vel þekkt í fjölskyldu hennar.

Þessi einkenni kallast “Piebaldism” og eru erfðafræðilegt ástand, venjulega til staðar við fæðingu, þar sem einstaklingur fær ólitaðan eða hvítan blett á húð eða hári.

Talyta er sjálf með Piebaldism og er hann autosomal ríkjandi erfðasjúkdómur, sem þýðir að 50 prósent þeirra sem verða fyrir áhrifum af piebaldism munu koma ástandinu yfir á afkvæmi sín.

Móðir hennar byrjaði fljótlega að deila myndum af dóttir sinni á Instagram og vöktu þær mikla lukku enda ótrúlega fallegt og einstakt barn sem hún Mayah er. Talyta vonast til þess í framtíðinni Mayah læri að elska sjálfa sig og einkennin.

“Ég átt alls ekki auðvelda meðgöngu. Ég bjó í Ástralíu ásamt eiginmanni mínum í næstum 5 ár og hafði nóg að gera allt árið. Svo í febrúar 2018 komst ég að því að ég væri ólétt. Aldrei gat ég ímyndað mér að maður gæti orðið ólett fyrir slysni fertug að aldri. En þó vorum við trúlega ánægð og vorum spennt”

“Fljólega eftir að ég upphvötaði að ég væri ólétt fylgdi henni mikil vanlíðan. Og gerði það að verkum að ég gat ekki farið að heiman. Ég þurfti að hætta í námi og vinnu og endaði inná spítala. Eiginmaður minn sá um öll húsverkin ásamt því að vinna fyrir heimilinu þar sem reikningarnir söfnuðust bara upp”

“Svo kom í ljós að ég var með eitthvað sem kallast hyperemesis sem veldur svakalegri ógleði og uppköstum. Þetta er það versta sem ég hef gengið í gegnum og kom alveg í veg fyrir það að ég gæti notið meðgöngunarinnar”

“Um mitt árið 2018 fluttum við aftur til Brazilíu þar sem við vildum vera nálægt ættingjum og vinum. Svo þann 20. nóvember eftir 23 klukkutíma hríðar var ég sett í keisaraskurð og viti menn, Mayha var fædd. 54 cm, 4,25 kg. og með fallegasta hárstíl sem ég hef séð. Dagana á eftir var stofan mín ótrúlega vinsæl hjá hjá starfsmönnum spítalans. Allir vildu sjá þetta fallega barn. Mér fannst það bara gaman”

“Þegar ég var lítil varð ég fyrir einelti vegna útlits míns. Alla mín æsku reyndi ég að fela þennan “galla” sem ég hafði. Svo um tvítugt áttaði ég mig á því að ég væri einstök”

“Frá því Mayah fæddist hefur hún verið umvafin ást hvert sem hún fer. Sömu ummerki og gerðu mér lífið svo erfitt í æsku færir henni hamingju. Það sem gerir mig svo hamingjusama er það sem hún stendur fyrir, ást,virðingu og að vera öðruvísi er flott í dag.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here