Fær R. Kelly lúxusmeðferð í fangelsinu?

R. Kelly var einn af vinsælustu stjörnum sinnar kynslóðar og vann til fjölda verðlauna og var milljónamæringur. Það hrundi hinsvegar allt þegar upp komst að hann hafði verið að misnota ungar stúlkur á hrottalegan hátt og var hann dæmdur til áratuga vistar í fangelsi.

Það hafa verið í gangi allskonar sögur um að R. Kelly hafi fengið sérstaka þjónustu í fangelsinu vegna þess hver hann er og meira að segja var talað um að hann hafi sloppið úr fangelsi á einum tímapunkti. Þó hann hafi verið dæmdur fyrir ógeðslega hluti þá á hann enn hóp af aðdáendum sem halda tryggð við hann. Ótrúlegt en satt.

Í Ameríku er reglan sú, í fangelsum, að fangarnir fá allar nauðsynjar í fangelsinu en geta svo keypt sér „allt annað“ með sínum eigin peningum. Það er því ljóst að R. Kelly hefur staðið betur en margir aðrir í fangelsi þar sem hann á peninga. Að öðru leyti er ekki víst að hann hafi það neitt gott.

Lögfræðingur R. Kelly, Nicole Blank Becker, sagði The Chicago Sun frá því í viðtali árið 2020 að R. Kelly væri hræddur í fangelsinu. „Hræðsla og skelfing hefur lamað hann og gert hann ofsóknaróðan. Hann sefur ekki og er hræddur við að yfirgefa klefann sinn í þá 2 tíma á dag sem föngunum er hleypt út. Svefnleysið er mjög alvarlegt og hann þorir ekki einu sinni að fara að láta klippa sig,“ sagði Nicole.

Aðdáendur R. Kelly stóðu fyrir utan fangelsið og mótmæltu fyrst eftir að hann var settur inn og urðu mótmælin það hörð að það þurfti að einangra fangelsið algjörlega. Fangarnir voru settir í algjöra einangrun í klefum sínum og vitaskuld var R. Kelly kennt um allt saman. Hann var laminn illa af öðrum fanga og sagði hann sjálfur að hann hefði ekki fengið hjálp frá fangavörðum fyrr en seint og um síðir.

Eftir árásina var Kelly settur í einangrun öryggis hans sjálfs vegna. Þó það hafi verið skynsamlegt, þá er staðreyndin sú að það er ástæða fyrir því að einangrun hefur í gegnum tíðina verið notuð sem refsing. Ofan á þetta kom svo Covid-19 og vegna undirliggjandi sjúkdóms R. Kelly þurfti hann að vera enn meira í einangrun en gengur og gerist. Svo það er augljóst að fangelsisvist hans hefur aldrei verið dans á rósum þó hann sé heimsfrægur, en það er auðvitað bara gott því þetta á jú að vera refsing en hann framdi ógeðsleg brot sem hann á að taka út refsingu fyrir.

SHARE