Söngkonan Fergie og eiginmaður hennar Josh Duhamel eignuðust son í gærmorgun. Sonur þeirra hefur fengið nafnið Axl Jack Duhamel og fæddist hann með fyrirfram ákveðnum keisaraskurði. Fæðingin gekk eins og í sögu og án nokkurra vandræða.

Fergie og eiginmaður hennar eru sögð hafa spjallað við starfsmenn spítalans, glöð og hamingjusöm meðan verið var að undirbúa Fergie undir fæðinguna. Axl Jack er frumburður hjónanna og Fergie hefur sagt að hennar stærsti draumur sé að verða móðir.

 

SHARE