Fjölskyldan vill svipta Paris sjálfræði

Paris Jackson (20), dóttir Michael Jackson, hefur átt erfitt að undanförnu og reyndi að taka sitt eigið líf á dögunum. Líf stúlkunnar hefur farið í algjört rugl eftir að Leaving Neverland var sýnd, en myndin, sem gerð er af HBO, er frásögn Wade Robson og James Safechuck sem segjast hafa verið misnotaðir af Michael Jackson þegar þeir voru börn.

Heimildarmaður RadarOnline segir:

Paris er í mikilli afneitun þegar kemur að Leaving Neverland. Þessi afneitun er hinsvegar orðin hættuleg

Þann 16. mars var hringt í neyðarlínuna til að óska eftir hjálp á heimili hennar vegna sjálfsvígstilraunar. Paris neitaði fyrir að nokkuð alvarlegt hefði átt sér stað en fjölskyldan telur sig vita betur.

Fjölskyldan telur að heimildarmyndin sé ástæða sjálfsvígstilraunar hennar. Amma hennar, Katherine, er alveg að brotna og hefur ekki heilsu eða orku til að eyða í þetta svo hún hefur gefist upp,

segir heimildarmaðurinn jafnframt.

Bróðir Paris, Prince, hefur látið systur sína vita að þessi hegðun hennar gangi ekki mikið lengur.

Fjölskyldan hefur hugsað sér að láta svipta Paris sjálfræði því hún er að eyða brjálæðislegum peningum í kærastann sinn,

 

segir heimildarmaðurinn en fjölskyldan er sammála um að kærastinn, Gabriel Glenn, eigi alls ekki að vera í lífi Paris.

 

SHARE