Flottustu kjólarnir á Óskarsverðlaununum 2014

Óskarsverðlaunin voru afhent í nótt í 86. skipti en myndirnar Gravity og 12 Years A Slave  stóðu uppi sem sigurvegarar. Gravity vann til alls 7 verðlauna en 12 Years A Slave tók heim helstu verðlaunin fyrir bestu kvikmyndina.
Kynnir kvöldsins var leikkonan og spjallþáttastjórnandinn Ellen Degeneres en hún þótti standa sig frábærlega þar sem hún uppskar mörg hlátrasköllinn.
Hápunktur kvöldsins hjá erlendum fréttamiðlum var þó ekki einungis verðlauna afhendingin sjálf því mikið er spekúlerað ár hvert í klæðnaði stjarnanna á rauða dreglinum.
Hér eru myndir af kjólunum sem þóttu fallegastir á rauða dreglinum í ár.

SHARE