Fólk heldur áfram að hata hana

Undirfatafyrirsætan Sarah Stage vakti fyrst athygli fjölmiðla þegar hún birti mynd af sér komin átta mánuði á leið. Sarah var í þrusuformi á myndinni og með afar netta kúlu og virtist það fara fyrir brjóstið á mörgum.

Sjá einnig: 

Fyrirsæta komin átta mánuði á leið og í hörkuformi

Sarah hlaut mikla gagnrýni og gengu margir svo langt að lýsa yfir hatri á henni. Einhverjir létu þau orð falla að barnið gæti varla verið heilbrigt sökum þess hve nett Sarah væri.

Þrátt fyrir það að Sarah hafi eignast heilbrigðan 16 marka dreng fyrir 9 mánuðum er hún ennþá að fara fyrir brjóstið á fólki fyrir það eitt að vera í góðu formi.

Ég ákvað það að ég vildi komast í besta form lífs míns áður en ég yrði ólétt og þegar ég varð ólétt æfði ég með þjálfara, og hann gerði léttari æfingar sem ég gat gert á meðan ég var ólétt.

Í gegnum meðgönguna passaði Sarah upp á að borða hollan og næringarríkan mat svo það tók hana ekki nema 2 vikur að koma sér aftur í þá þyngd sem hún var í áður en hún átti.

Sjá einnig: Ofurfyrirsæta komin 39 vikur á leið og er í ÓTRÚLEGU formi

Níu mánuðum eftir að hafa átt er hún aftur komin með „six-pack“ en hún vill meina að það sé vegna þess að hún borði margar litlar máltíðir yfir daginn og æfi 3 til 5 sinnum viku.

Sarah á marga aðdáendur á samfélagsmiðlum en það er þó einnig slatti af fólki sem gagnrýnir hana harðlega og sakar hana um að nota Photoshop til að líta betur út. Þessi nýja móðir reynir þó að hunsa alla neikvæða gagnrýni og einblínir frekar á að lesa allar jákvæðar athugasemdir sem hún nýtir sem innblástur.

Screen Shot 2016-01-14 at 00.20.11

sarah-stage-600

sarah-stage-son-baby

SHARE