Fyrrum playboy kanína talar um hvernig hún heldur sér í formi á meðgöngunni

Holly Madison, fyrrum kærasta Hugh Hefner er ólétt af sínu fyrsta barni. Holly hefur alltaf haft miklar áhyggjur af útliti sínu og telur það mikilvægt að halda sér í formi, en hvernig heldur fyrrum Girl next door stelpan sér í formi? Holly segir að sýning hennar í Vegas sem nefnist Peepshow hjálpi henni við það “Það er mikið dansað í Píp – sjóvinu og það hjálpar mér svo sannarlega að halda mér í formi, einnig hef ég verið að stunda meðgöngu jóga og pílates, hef reynt að hreyfa mig á hverjum degi og borða hollan mat” Holly segir að eina líkamsræktin sem hún hefur gaman af sé Jóga og pílates svo  að það er það sem hún einblínir á

Holly mun taka pásu frá sýningum þegar líður á meðgönguna en stefnir á að byrja að vinna fljótlega eftir barnsburð.

Hér má sjá Holly með nettu kúluna sína.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here