Gat ekki fagnað áramótum með 19 ára gamalli kærustunni

Tónlistarmaðurinn Robin Thicke og nýja kærastan hans gátu ekki eytt öllu gamlárskvöldinu saman sökum aldurs hennar. April Love Geary sem er fyrirsæta er einungis 19 ára og er því ekki komin með aldur til að fara inn á skemmtistaði en í Bandaríkjunum er 21 árs aldurstakmark.

Robin og April fóru saman út að borða á hótelinu sem þau dvöldu á en um 23.30 um kvöldið fór söngvarinn ásamt vinum sínum á skemmtistaðinn Foxtail Nightclub þar sem hann flutti nokkur lög, meðal hið vinsæla lag Blurred Lines. April gat því miður ekki farið með þeim.

Hinn 37 ára gamli söngvari skildi í febrúar á síðasta ári við leikkonuna Paulu Patton en þau höfðu verið saman í 20 ár. Þau eiga saman strákinn Julian og eyddu því jólakvöldi saman fyrir son sinn.

Screen Shot 2015-01-03 at 11.02.24

Screen Shot 2015-01-03 at 11.01.46

 

robin-thicke-april-geary-new-year-600x450

239A300B00000578-2854437-image-56_1417299887131

 

Tengdar greinar:

Robin Thicke og nítján ára kærastan hans

Robin Thicke gerir „Óskýru línurnar“ ennþá verri.

Dúett Whitney Houston og Robin Thicke – myndband.

 

SHARE