Gömul hjón hittast eftir marga mánuði

Þetta er svo fallegt myndband sem sýnir öldruð hjón sem eru loks að fá að hittast aftur og fá að vera saman á öldrunarheimili. „Henni yndislegu Mary okkar var heldur betur komið á óvart í dag þegar hennar heittelskaði eiginmaður flutti inn til okkar á Baily House Care Home. Þau höfðu ekki sést í marga mánuði,“ sagði á heimasíðu heimilisins sem er í Englandi.

Okkur finnst auðvitað að eldra fólk eigi alls ekki að vera aðskilið á ævikvöldi sínu en það er vissulega svakalega gleðilegt að þau hafi verið sameinuð á ný.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here