Græna töfra dressingin

Þessi dásemd kemur frá þeim systrum hjá Matarlyst

Þið missið af miklu ef þið prufið ekki….
Þessi er hreinlega stórkostleg í einu orði sagt, ég segi ekki meir.

Er dásamleg með öllu t.d lambi, kjúkling, lax, silung, salati,
bæði sem dressing/sósa og til að marenera.

Sjá meira: smjorsteikt-bleikja-ad-haetti-hafdisar

Hráefni:

3 msk pressað/rifið engifer
1 msk pressaður hvítlaukur
1 búnt steinselja
200 g hunang
4 msk dijon sinnep
500 ml olivu olía ljós
1 tsk sjávarsalt
1 tsk nýmalaður pipar

Aðferð:

Skrælið engifer og hvítlauk pressið í hvítlaukspressu, setjið í matvinnsluvél ásamt öllum hinum hráefnunum, maukið saman.

Smakkið til ef þarf með salti og pipar.
Geymist í ískáp.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here