Leikkonan Gwyneth Paltrow og tónlistarmaðurinn Chris Martin hafa sótt um skilnað. Þetta kemur mörgum á þar sem hjónin festu kaup á glæsilegri eign í Malibu í lok síðasta mánaðar. Fasteignin virðist þó vera ætluð Chris en stuttu áður en þau keyptu eignina gerði hann tilboð í aðra eign í Brentwood sem hann tilkynnti að væri ætluð sér og strákunum úr Coldplay. Gwyneth var ekki nægilega ánægð með Brentwood eignina og lét Chris taka tilboð sitt til baka.

Chris og Gwyneth hafa verið gift í 10 ár en eftir erfitt ár komust þau að þeirri niðurstöðu að skilnaður væri eina lausnin. Í tilkynningu sem þau gáfu frá sér segir:

„Við höfum reynt að vinna í hjónabandinu í meira en ár, í sitthvoru lagi og saman til þess að sjá hvort þetta gæti gengið. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir það að við elskum hvort annað mjög mikið munum við sækja um skilnað. Við erum og verðum alltaf fjölskylda og að mörgu leyti höfum við aldrei verið nánari.“

Saman eiga hjónin tvö börn, dótturina Apple sem er 9 og sonin Moses, 7 ára. Í tilkynningunni sinni tóku þau einnig fram að þau væru fyrst og fremst foreldrar og báðu almenning um að virða einkalíf þeirra á þessum erfiðu tímum.

SHARE