Sagt var frá því í gær á HollywoodLife að Harry Styles (22) og Nicole Scherzinger (37) hafi átt eldheita ástarfundi fyrir um tveimur árum.
Þau hittust fyrst í X Factor 3 árum áður, þegar Harry var aðeins 16 ára og Nicole var dómari í keppninni. Segja þeir sem voru viðstaddir að það hafi greinilega verið eitthvað neistaflug á milli þeirra á þeim tíma.
Heimildarmaður HollywoodLife sagði:
„Harry var greinilega mjög heillaður af Nicole, sem er ómótstæðileg og hann hefur alltaf litið upp til hennar.“
Það var svo ekki fyrr en 3 árum seinna að þau hittust aftur og sagði heimildarmaðurinn þetta:
„Harry var 19 ára en þroskaður miðað við aldur. Hann hafði verið í sambandi með Caroline Flack sem er 14 árum eldri en hann.“
Harry er greinilega fyrir eldri konur en 16 ár eru á milli hans og Nicole. Þau hittust í eftirpartýi Brit Awards í febrúar 2014 og að sögn heimildarmanna sváfu þau saman þá:
„Þau létu hvort annað ekki í friði allt kvöldið. Þau sátu saman, drukku mikið og döðruðu mikið.“