„Heimafæðing er ekki villtur og óáreiðanlegur kostur“ – Myndir

Það er eflaust ekkert heilagra fyrir konum en fæðing barnsins þeirra. Hvað þá að eiga reynsluna til á myndum.

Jackie Dives hefur undanfarin þrjú ár verið svokölluð „Doula“, en „Doula“  eru konur sem styðja aðrar konur og fjölskyldur fyrir, í og eftir fæðingu, á þeirra forsendum.. Hún veitir líkamlegan og andlegan stuðning á meðan hríðir ganga yfir og með því að ráða til sín “Doula” minnkar líkurnar á að kona upplifi að hún þurfi lyf eða önnur inngrip.

„Alltof oft er fæðingu minnst sem skelfilegs og hræðilegum viðburði,“ segir hin 29 ára gamla Jackie. „Sem „Doula“ og fæðingarljósmyndari hef ég orðið vitni af svo dásamlegum fæðingum og finnst mér ég þurfa deila þeirri reynslu í því skyni að breyta þessari hugsun.“

article-2475672-18F66AB700000578-299_634x422
Í byrjun spilar verðandi móðirin Julia Marincat á píanó á meðan systir hennar nuddar á henni bakið. Í framhaldi af því leggst hún í laugina með eiginmanni sínum Cris sem hjálpar henni að anda djúpt. Inní herberginu eru eignmaður hennar,  þrjár systur og amma hennar og afi, sem komu til að sýna henni stuðning og  verða vitni af fæðingu stúlkunnar Katherine.

article-2475672-18F66AD400000578-999_634x476

article-2475672-18F66A5F00000578-557_634x435
„Þegar ég kom heim til þeirra sat verðandi móðirin við píanó. Andrúmsloftið var afar friðsælt með tendruðum kertum og rólegri tónlist í bakgrunni. Julia var umvafin ást.“

„Að ljósmynda heimafæðingu er venjulega mjög friðsamlegt og þægilegt. Við heimafæðingu hafa verðandi foreldrar valið nákvæmlega þá sem þau vilja hafa í kringum sig. Oftast þegar ég mynda fæðingar er ég mjög innvinkluð inní þeirra lífsreynslu. Þetta er virkilega persónulegt og ég tek virkan þátt í ferlinu. Það er það sem ég elska við þetta“ segir Jackie.

article-2475672-18F66A3000000578-484_634x422

Myndaserían heldur áfram þar sem Julia fer ofan í laugina á meðan maðurinn hennar Cris hjálpar henni með öndunina

article-2475672-18F66A9700000578-280_634x422

Árið 201o kynntist Jackie Dives starfsemi „Doula“ og varð hún heilluð af þessari grein. Hún fór í og lærði „Doula“ fræði við Canada Douglas Háskólann áður hún gerðist fullgildur meðlimur í „Doula“ samtökunum. Þar hófst hún  fljótt handa og tók að sér í sjálfboðavinnu við að aðstoða einstæðar mæður og pör sem áttu ekki marga fjölskyldumeðlimi að.

Jackie aðstoðaði konur og feður fyrir fæðingu, á meðan fæðingu stóð og eftir fæðingu með því að afla þeim upplýsinga ásamt því að hjálpa þeim bæði líkamlega og andlega.

article-2475672-18F669F900000578-579_634x422

Julia Marincat heyrði fyrst af þessari tegund af fæðingu í gegnum systir sína og ráðfærði sig við “doula” ásamt því að grennslast vel um starfsemi þeirra. Þannig varð þetta svo að veruleika.

article-2475672-18F66AFC00000578-268_634x422

„Fyrir þremur árum, þegar ég byrjaði í þessari vinnu var ég ekki endilega hrædd við fæðingar en ég hafði án efa ekki hugmynd um alla þá kosti sem bjóðast konum til að fæða börn sín. Þ.e.a.s hvernig , hvar og með hverjum þær vilja fæða,“ sagði Jackie

Jackie segir líka: „Hin venjulega kona hefur ekki hugmynd um alla þá kosti sem eru í boði  og þá aðalega vegna þess að það er ekki kynnt nógu vel fyrir þeim og allir virðast bara gera það sama og hinir. Ég vona svo innilega að með þessu sem ég er að gera opnist dyr fyrir þær konur sem á annað borð hafa ekki hugmynd um alla þá kosti sem eru í boði.“

article-2475672-18F6699800000578-783_634x422

article-2475672-18F669B900000578-985_634x422

„Daginn eftir að ég setti mína fyrstu fæðingarmynd á bloggsíðu mína fékk ég tölvupóst sem á stóð: „Ég er hvorki ólétt að svo stöddu né er að plana það á næstunni. En ég veit það núna að þegar sá tími rennur upp að ég fái hríðar þarf ég ekki að vera hrædd við neitt. Takk milljón sinnum.” Þetta staðfestir það sem ég stend fyrir. Það að það sé mikilvægt að sýna á myndrænan hátt allt það jákvæði sem fylgir því að fæða barn.“

Jackie segir að hún sé vongóð um að myndir hennar sýni konum að heimfæðingar séu ekki villtur og óáreiðanlegir kostur.

„Mögulega mun þetta hvetja þá sem eru forvitnir til þess að skoða þennan kost betur. Og þá munu þeir komast að því að miðað við alla tölfræði er heimafæðing alveg jafn örugg og fæðing á sjúkrahúsi,“ segir Jackie.

article-2475672-18F6697100000578-847_634x422

article-2475672-18F66AE400000578-243_634x422

Í tifelli Julia Marincat höfðu margir varað hana við því að fæða barnið heima og töldu upp margar ókosti og hættur. En henni ásamt eiginmanni hennar fannst tilhugsunin að fæða án allrar utanaðkomandi hjálpar þar á meðal lyfja, hljóma æðislega. Þeim leið öruggum vitandi af tveimur eldri konum með reynslu  og „doula“ styðjandi  við bakið á þeim allan tímann og í gengum allt ferlið.

SHARE