Gavin Rossdale og Gwen Stefani gáfu út tilkynningu í ágúst um að þau væru skilin. Fjölmiðlar fóru á flug með sögusagnir um hvað hefði ollið skilnaðinum.

Sjá einnig: Gwen Stefani og Gavin Rosdale eru skilin

Þegar tónlistarmaðurinn Blake Shelton og Gwen Stefani fóru að slá sér saman í lok október fóru sögusagnir af stað um að ástarsamband þeirra hefði verið ástæðan fyrir því að Gwen vildi skilnað við Gavin.

Sjá einnig: Er Gwen Stefani komin með nýjan upp á arminn?

Í ljós hefur komist að Gavin hélt fram hjá Gwen en hann hélt við barnfóstruna þeirra í þrjú ár. Það var í febrúar á þessu ári sem hin 46 árs gamla söngkona komst að því að eiginmaðurinn hennar og barnsfaðir ætti í ástarsambandi við barnfóstruna þeirra Mindy Mann.

Gavin virðist hafa samtengt símann sinn og Ipad fjölskyldunnar sem varð til þess að Gwen sá sms skilaboð milli hans og barnfóstrunnar. Skilaboðin innihéldu nektarmynd af Mindy og upplýsingar um það hvar Mindy og Gavin ætluðu að hittast til að stunda kynlíf.

Sjá einnig: 10 hamingjurík ár

Mindy var látin fara í kjölfarið en Gavin reyndi að halda því fram að hún væri bara að reyna við hann. Það var ekki fyrr en nokkrum mánuðum seinna sem Gavin viðurkenndi að hafa átt í þriggja ára ástarsambandi við Mindy.

Gavin og Gwen eiga saman þrjá syni þá Kingston, 9 ára, Zuma, 7 ára og Apolli sem er einungis 20 mánaða.

gavin-rossdale-nanny-mindy-mann-02

Mindy og Gavin

gavin-rossdale-gwen-stefani

gavin-rossdale-cheated-with-nanny-p_2015-11-11_15-39-57

Blake Shelton og Gavin eru saman í dag.

2E59CBE300000578-3314447-image-a-28_1447278281796

2E58DC7400000578-3314447-image-a-69_1447284607621

Gavin og Mindy saman í göngu árið 2012.

SHARE