Hin 63 ára gamla Sharon Osbourne apar eftir Kim Kardashian

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian birti á dögunum mynd af sjálfri naktri á Instagram en faldi geirvörturnar og klofið á sér með svörtum borða.

Sjá einnig: Kim Kardashian kviknakin á Instagram

Myndin hefur vakið mikla athygli bæði hjá aðdáendum og öðru Hollywoodliði. Leikkonurnar Bette Midler og Chloe Grace Moretz gagnrýndu Kim fyrir myndina en Sharon Osbourne ákvað að feta í sömu fótspor og Kim og birti alveg eins nektarmynd af sér á Instagram.

Sjá einnig: Kim Kardashian notar barnið sitt sem fylgihlut

Sharon skrifaði undir myndina: „Looking a little too incredible.“ Textinn fékk marga til að velta fyrir sér hvort að þetta væri í raun og veru líkami Sharon Osbourne. Hún skrifaði einnig undir myndina að Kim Kardashian hafi veitt henni innblástur.

Ef þetta er líkami Sharon þá lítur hún ofboðslega vel út en hún er 63 ára.

3209D85E00000578-0-image-m-13_1457549553118

kim

 

Sharon_Osbourne

 

SHARE