Hjartað með í för

Ég bara verð að deila þessu með ykkur af því þetta er til góða fyrir svo marga. Þannig er að ein sem er mér kær bauð mér að koma með sér í infrarauðan klefa.

Ég veit ekki hvort allir þekki þetta fyrirbæri en mín reynsla af infrarauðum klefa er stórkostleg. Hitin gengur langt inn í vöðvana og mýkir upp bólgur og liði auk þess sem þú svitar út þungmálmum og öðru ógeði sem safnast í okkur. Fyrir svona vefjagigtarkellingu eins og mig gerir þessi klefi kraftaverk, má segja að hann auki lífsgæði mín til muna.

Alla vega ég þáði boðið því ég elska vellíðanina sem fylgir því að fara klefan og einkenni gigtarinnar minnar verða minni.

Eftir 30 mín í klefanum og góða sturtu heilsaði vinkona mín konu á staðnum og kynnti okkur. Í ljós kom að þetta var eigandi staðarins.

Eigandi spyr mig hvernig mér hafi líkað klefin og ég svara að hann sé dásamlegur og akkúrat það sem ég þurfti. Hún lítur á mig með spurningamerki í augunum en segir gott að heyra. Vinkona mín segir henni að ég sé búin að vera undir miklu álagi þar sem maðurinn minn sé að berjast við krabbamein.

Án hiks lítur eigandi á mig og segir “Ég ætla að bjóða þér að koma í sogæðastígvél og smá andlitsdekur.‘‘

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að vera en næ að segja takk án þess að fara að grenja yfir kærleikanum. Innan í mér grét ég gleðitárum og fann hvað ég þráði eitthvað gott inn í tilveruna.

Hún bókar mig daginn eftir og ég fer í dásamlegt andlitsdekur sem samanstóð af hreinsun á húð og einskonar ryksugun og svo dásemdarmaska og endar á því að ég fer í svokallaðan súrefnishjálm og wow… sjá muninn á andlitinu mínu á eftir!

Þreytta bjúgaða konan var fersk og fín í speglinum og þessi sogæðastígvél, kann ekki að lýsa henni vel en þetta eru einskonar stígvel sem gefa einskonar loftnudd og ég  yngdist um alla vega 15 ár í þreyttum fótum.

Þetta var svo dásamlegt  bæði fyrir líkama og sál.

Ég er svo innilega þakklát fyrir þetta boð en það sem kramdi alveg hjarta mitt af kærleiksorku var þegar  eigandinn sem heitir Sandra Lárusdóttir sagði mér að henni væri það hjartansmál að styðja fólk í því að bæta heilsu sína og velferð og þess vegna hefði hún ákveðið að fólk með langvinna sjúkdóma eins og krabbamein og gigt fengi sérkjör.

Svo bætti hún við og nánir aðstandendur ** Ég hef séð aðstandendur klára sig**

Ég er sökker fyrir öllu svona sem gert er með hjartanu og leitast eftir að kaupa þjónustu af þannig stöðum þar sem ég upplifi sanna hjartagæsku.

Ég mæli eindregið með að þið lesendur góðir látið það spyrjast að krabbameinssjúkir og gigtarfólk plús aðstandendur fá sérkjör þar sem hún býður upp á ýmislegt sem bætir lífsgæði fólks. Það má sjá þær meðferðar sem eru í boði á heimasíðunni og facebook.

Hún hvíslaði því að mér að það væri að fara í gang jólakærleikur á Facebooksíðunni hjá Heilsu og útlit en sá leikur gengur út á að tagga einhverja vinkonu eða vin sem hefur átt erfitt ár og hefði gott af því að komast í meðferð við hæfi sem myndi bæta lífsgæði viðkomandi.

Endilega fylgist með og hugsið til þeirra sem þið þekkið sem hafa átt erfiðan tíma 😉 það ætla ég að gera, ég veit alveg hverj ég ætla að tagga.

https://www.heilsaogutlit.is/

https://www.facebook.com/Heilsaogutlit.is/?fref=ts

Og svona aðeins að lokum þá ákvað ég að dekra mig enn frekar:

Ég sjálf skellti mér í fótsnyrtingu og það var frábær snyrtifræðingur sem tók vel á móti mér og það er ekki spurning að ég mun nýta mér þessi sérkjör til að byggja mig upp og jú dekra og fegra kellu ?

Ást og friður

SHARE