Hún er með heilabilun en spilar ótrúlega á píanó

Elaine Lebar (92) er með heilabilun og er farin að missa skammtímaminnið. Dóttir hennar, Randi Lebar (63) hefur verið að taka upp þegar Elaine sest við píanóið því hún virðist engu hafa gleymt þar.

Upptökurnar hafa átt sér stað seinustu tvö ár og það er alveg sama hvort það Chopin eða Beethoven, hún spilar það fullkomlega.

SHARE