Þið munið eflaust eftir því að Orlando Bloom var nakinn á ströndinni í Sardiníu með sinni heittelskuðu, Katy Perry. Myndir voru birtar um allt af þessu uppátæki Orlando og vöktu þær mikla athygli. Það voru ekki allir mjög hrifnir af þessu hjá honum en barnsmóðir hans, Miranda Kerr, segist hafa verið í sjokki.

Miranda var í viðtali hjá Ástralskri útvarpsstöð nýlega og var spurð út í þetta þar. Hún sagði: „Guð minn góður! Orlando sendi mér smáskilaboð og sagði: „Ég skammast mín svakalega, það eru að koma myndir í birtingu og ég vildi bara vara þig við.““ sagði Miranda.

Sjá einnig: Eru Orlando Bloom og Katy Perry trúlofuð?

Þegar hún svo sá myndirnar sagði hún við hann: „Hvað varstu að hugsa? Í alvöru! Hvað varstu að hugsa?“ En hún bætir við að hann hafi greinilega ekki hugsað þetta til enda.

 

SHARE