Hvaða bensínstöð er næst mér? Hvað get ég fengið mér að borða?- hér er lausnin!

Þetta forrit er tær snilld! Við könnumst örugglega öll við það að vera glorhungruð en vita ekki hvert við eigum að fara og snúumst í endalausa hringi og okkur dettur ekkert í hug. Nennum ekki of langt en langar samt í eitthvað gott!

Þá er þetta nýja stjörnur.is snjallsímaforrit eitthvað fyrir þig, með forritinu sem vinnur með GPS tækni má finna alla þjónustuaðila sem skráðir eru í símakránna svo sem veitingahús og er það raðað eftir fjarlægð, fjölda ummæla eða stjörnugjöf.
Veitingastaðir eru ekki þeir einu sem við getum flett upp en það eru aðrir nytsamlegir flokkar sem dæmi má nefna, kaffihús, bakarí, bensínstöðvar, næturlíf og barir, ísbúðir, söluturnar og bílasölur!

Bæði vefurinn og forritið eru í eigu Já, forritið er í boði fyrir iphone, í app store og í play store fyrir android án endurgjalds.
Hægt að kynna sér betur með Video á Youtube
http://www.youtube.com/watch?v=Awni3FaiaC0

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here